Xpress on GPS Shell - Upplýsingar á Ferðaforrit skjánum

background image

Upplýsingar á Ferðaforrit skjánum

• Stefnuvísirinn efst á skjánum sýnir í hvaða átt þú stefnir. Stefnan er táknuð

með rauðum örvum í miðjum reitnum. N stendur fyrir norður, S fyrir suður, E
fyrir austur og W fyrir vestur.

Ef ekki er hægt að birta núverandi leið sýnir stefnuvísirinn í skamman tíma
síðustu þekktu stefnuna áður en hann hverfur af skjánum.

• Reiturinn

Hraði

sýnir núverandi hraða þinn. Ef hraðinn er mjög lítill er hann

táknaður með <1.

Hraðinn er ekki sýndur ef GPS-móttökutækið getur ekki ákvarðað hann.

• Reiturinn

Hæð

sýnir áætlaða hæð núverandi staðsetningar þinnar. Ef

staðsetningin er undir sjávarmáli birtist neikvætt (-) gildi.

Hæðin er ekki sýnd ef GPS-móttökutækið getur ekki ákvarðað hana.

• Reitirnir

Meðalhraði

eða

Meðalhraði

sýna meðalhraða þinn. GPS-

móttökutækið heldur áfram að reikna hann út þó þú nemir staðar. Því lengur
sem þú ert kyrrstæð(ur), þeim mun lægri verður meðalhraðinn.

Ef ekki er hægt að birta núverandi meðalhraða birtist síðasti vistaði
meðalhraðinn.

• Reitirnir

Hámarkshraði

eða

Hámarkshraði

sýna hámarkshraða þinn frá því

hraðamælirinn var síðast núllstilltur.

Ef ekki er hægt að birta núverandi hámarkshraða birtist síðasti vistaði
hámarkshraðinn.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

16

• Reiturinn

Tímamælir

sýnir tímann sem liðinn er frá því tímamælirinn var síðast

núllstilltur. Tímamælirinn gengur áfram þó svo að GPS-móttökutækið fái engin
merki frá GPS-gervitunglunum.

Tímamælirinn núllstillist ef GPS-forritinu er lokað.

• Reiturinn

Vegamælir

sýnir vegalengdina sem þú hefur farið frá því

vegalengdarmælirinn var síðast núllstilltur.

Ef ekki er hægt að birta núverandi vegalengd birtist síðasta vistaða
vegalengdin.

• Reitirnir

Hámarks hæð

eða

Hámarks hæð

sýna mestu hæð sem þú hefur náð frá

því að hæðarmælirinn var síðast núllstilltur.

Ef ekki er hægt að birta (núverandi) mestu hæðina birtist síðasta vistaða
hæðin.

• Reitirnir

Lágmarks hæð

eða

Lágmarks hæð

sýna lægstu hæð sem þú hefur náð

frá því hæðarmælirinn var síðast núllstilltur.

Ef ekki er hægt að birta (núverandi) lægstu hæðina birtist síðasta vistaða
hæðin.