Xpress on GPS Shell - Upplýsingar á Gervitungl skjánum

background image

Upplýsingar á Gervitungl skjánum

• Reitir dags og tíma sýna gildandi dagsetningu og tíma sem GPS-móttökutækið

hefur fengið frá GPS-gervitunglunum. Dagsetningin og tíminn birtast á GMT
(Greenwich-miðtími) formi.

• Reitir breiddar- og lengdargráðu fyrir neðan dagsetningar- og tímareitina sýna

núverandi staðsetningu sem landfræðileg hnit á WGS84 formi (WGS84 er
landfræðilegt hnitakerfi). Rétt hnit birtast aðeins ef GPS-móttökutækið fær
nauðsynleg merki frá GPS-gervitunglum.

• Staða GPS-móttökutækisins birtist fyrir neðan reiti breiddar- og lengdargráðu.

Bíddu þar til GPS-móttökutækið er tilbúið til leiðsögu áður en þú notar það.

• GPS-nákvæmnisreiturinn (næst stöðureit GPS-móttökutækisins) sýnir mat á

því hversu nákvæmlega GPS-móttökutækið getur sýnt núverandi staðsetningu
þína.

• Skýringarmyndin fyrir neðan reit stöðu GPS-móttökutækisins og reit GPS-

nákvæmni sýnir allt að 12 gervitungl (sem auðkenni gervitungla) og
merkisstyrk hvers þeirra um sig. Merkisstyrkur segir til um styrk merkisins sem
móttökutækið nemur frá gervitunglinu.

Ef merkisstyrkur gervitungls er lítill er gervitunglið og auðkenni þess sýnt með
gráum lit. GPS-móttökutækið notar ekki staðsetningarupplýsingar frá þeim
gervitunglum.

Ef merkisstyrkur gervitungls er mikill er gervitunglið og auðkenni þess sýnt
með svörtum lit. GPS-móttökutækið notar staðsetningarupplýsingar frá
þessum gervitunglum.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

14

Ef þú styður á einhvern valtakka á

Gervitungl

skjánum getur þú valið

Merkja

staðsetn.

til að vista hnit staðsetningar þinnar sem leiðarmörk (vegpunkt) eða

Aðalvalmynd

til að fara til baka í aðalvalmynd GPS-forritsins.