Xpress on GPS Shell - 2. Uppsetning

background image

2. Uppsetning

Til athugunar: Áður en fram- og bakhlið eru fjarlægðar skal alltaf slökkva á tækinu
og aftengja hleðslutækið og önnur tæki. Forðast skal að snerta rafræna íhluti
þegar verið er að skipta um fram- og bakhlið. Alltaf skal geyma og nota tækið með
áföstum fram- og bakhliðum.

Til að setja upp skelina og tvö forrit hennar:

1. Settu upp efri og neðri hluta Nokia Xpress-

on GPS-skeljarinnar samkvæmt
fyrirmælunum sem gefin eru í
notendahandbók Nokia 5140 símans.

GPS-móttökutækið er staðsett á
innanverðum neðri hluta skeljarinnar (blátt
svæði á mynd).

2. Kveiktu á símanum.

GPS-móttökutækið setur sjálfkrafa upp Cover browser forritið í

Safn

valmyndinni undir

Aðgerðir

í símanum.

3. Til að setja upp GPS- eða Travel guide-forritið, veldu

Cover browser

í

Safn

undirvalmyndinni, og síðan

GPS

eða

Travel guide

. Forritinu er bætt við

Safn

undirvalmyndina. Þú getur sett upp bæði forritin ef þú svo kýst. Uppsetningin
getur tekið nokkrar mínútur.

Ef þú setur fyrst einungis upp annað forritið og vilt síðar einnig setja upp hitt
skaltu nota Cover browser forritið.

background image

11

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Ef þú vilt taka við GPS leiðarmörkum í textaboðum, veldu

Cover browser

í

Safn

undirvalmyndinni og veldu viðeigandi forrit til að setja það upp.

4. Þegar þú notar Nokia Xpress-on GPS skelina í fyrsta skiptið, eða þegar hún

hefur ekki verið notuð síðustu 14 daga, opnaðu

GPS

eða

Travel guide

forritið

utandyra og bíddu í 15 til 30 mínútur til að fá GPS gögn frá a.m.k. fjórum
gervitunglum. Gögnin innihalda grunnupplýsingar um sporbrautir GPS
gervitunglanna. Upplýsingarnar eru nauðsynlegar fyrir GPS leiðsögu.

Eftir þessa upphafstengingu getur það tekið frá nokkrum sekúndum og upp í
nokkrar mínútur að ná GPS tengingu. Byggingar, náttúrulegar hindranir og
veður geta haft áhrif á fjölda og gæði GPS-merkja.