■ Kynning á GPS
GPS er þráðlaust leiðsagnarkerfi sem nær yfir allan hnöttinn og samanstendur af
24 gervitunglum og jarðstöðvum sem vakta þau.
GPS-útstöð (líkt og GPS-móttökutækið í Nokia Xpress-on GPS-skelinni) tekur á
móti lágorku-útvarpsmerkjum frá gervitunglunum og mælir ferðatíma merkjanna.
GPS-móttökutækið getur svo notað ferðatímann til að reikna staðsetningu sína
með nokkurra metra nákvæmni.
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
8
GPS-móttökutækið í Nokia Xpress-on GPS-skelinni gengur fyrir rafmagni frá
rafhlöðu símans. Hafa ber í huga að notkun GPS-móttökutækisins getur valdið því
að hraðar gangi á rafhlöðu símans.
Til athugunar: Hnattræna staðsetningarkerfið (GPS)
Hnattræna staðsetningarkerfið (GPS) er rekið af bandarískum stjórnvöldum sem
eru ein ábyrg fyrir nákvæmni þess og viðhaldi.
Nákvæmni staðsetningargagna getur orðið fyrir áhrifum af stillingum bandarískra
stjórnvalda á GPS gervitunglum og getur breyst með stefnu bandaríska
varnarmálaráðuneytisins um GPS til borgaralegra nota og áætlun alríkisins um
þráðlausa leiðsögn (Federal Radionavigation Plan). Afstaða gervitungla getur
einnig haft áhrif á nákvæmnina.
Byggingar, náttúrulegar hindranir og veður geta haft áhrif á fjölda og gæði GPS-
merkja. Eingöngu ætti að nota GPS-móttökutækið utandyra til að taka á móti
GPS-merkjum.
Því ætti aldrei að nota GPS fyrir nákvæma staðarákvörðun og aldrei ætti að reiða
sig eingöngu á staðsetningargögn frá GPS-móttökutækinu. Aðilar sem veita
neyðarhjálp geta ekki ákvarðað staðsetningu þessa GPS-móttökutækis.