1. Yfirlit
Nokia Xpress-on
TM
GPS-skelin gerir þér kleift að nota Nokia 5140 símann þinn fyrir
GPS (Global Positioning System) staðarákvörðun fyrir athafnir þínar utandyra.
Nokia Xpress-on GPS-skelin inniheldur GPS-móttökutæki og tvö Java
TM
forrit sem
kallast GPS og Travel guide.
Þessi notendahandbók lýsir því hvernig á að setja upp efri og neðri hluta
Nokia Xpress-on GPS skeljarinnar og hvernig á að nota þessi tvö forrit.
Lesið þessa notendahandbók vandlega áður en Nokia Xpress-on GPS-skelin er
tekin í notkun. Auk þessarar notendahandbókar skal einnig lesa notendahandbók
Nokia 5140 símans sem inniheldur mikilvægar upplýsingar um öryggi og viðhald.
Kannið www.nokia.com/support eða vefsíðu Nokia í viðkomandi landi til að fá
viðbótarupplýsingar, til að kanna hvaða efni hægt er að hlaða niður og hvaða
þjónusta er í boði fyrir vöruna.